.
Undanfari: SAG103 og SAG203
Í menningarsögu eru valin tímabil og svið til fjölþættrar könnunar. Nemendur kryfja viðfangsefni í ljósi margra þátta, t.d. myndlistar, bygginga, bókmennta, heimspeki og félagsgerðar. Áhersla er á eftirtalda þætti: Grísk klassík, Rómarmenning, Heimur miðalda, Rómantík, aldamótin 1900 og Nútímalist og tíðarandi.
- Markmið áfangans eru að nemandi...
- kynnist mikilvægum þáttum vestrænnar menningar og menningarsögu
- kynnist því hvernig unnið hefur verið úr menningarlegri arfleifð vestrænna samfélaga
- fái tilfinningu fyrir því hversu víðfeðmt og margslungið menningarhugtakið er
- þjálfist í að skoða og greina margvíslega þræði menningarinnar
- skoði hluti frá ólíkum sjónarhornum og ræða álitamál og öndverð viðhorf í heimspeki
- þjálfist í að koma fram og kynna tiltekin viðfangsefni í menningarsögu
- þjálfist í að leita sér upplýsinga og meta ólíkar frumtexta, eftirheimildir og myndefni
- kynnist fræðigreininni sagnfræði og lesi fræðigreinar sagnfræðinga
- læri að leita sér að gagnlegum heimildum og skoði mismunandi tegundir heimilda.
- Áfangastjórar: Arnór Benónýsson