Framhaldsskólinn á Laugum                                                      haust 2019

 NÝRS 1AN02  - Nýr skóli – Almenn námsbraut

 Lýsandi heiti: Fyrstu skrefin í framhaldsskóla – samvinnuverkefni leiðsögukennara og umsjónarnemenda á almennri námsbraut.

 Framhaldsskólaeiningar: 2

Undanfari er enginn.

Áfangalýsing: 

 Áfanginn er samvinnuverkefni umsjónar-/leiðsögukennara og nemenda á almennri námsbraut. Markmiðið er að leiðbeina nemendum við fyrstu skrefin á nýju skólastigi. Farið er yfir þann mun sem er á námi í grunnskóla og framhaldsskóla og þá auknu ábyrgð sem fylgir því að vera kominn í framhaldsskóla. Farð er ítarlega yfir heimavistarreglur og aðra reglur skólans, skráðar sem óskráðar. Fjallað er um þann þátt að búa á heimavist og taka á annan hátt þátt í lífi heimavistarskóla í sveit. Í heimavistarskóla er samvera og samvinna nemenda mikil, því reynir oft á mikilvæga þætti eins og tillitsemi, nærgætni og umgengni sem og almenna kurteisi.  

 Áhersluatriðin eru:

 a) Að efla námsvitund og ábyrgð hvers og eins nemanda. Til hvers erum við í skóla?

 b) Kennslustofa/ vinnustofa

c) Þjónusta og aðstoð í skólanum. Kostnaður við námsdvölina.

d) Að vera góður skólaþegn.

 e) Að búa á heimavist – reglur, tillitssemi og háttvísi.

 f) Að ná góðum tökun á starfi og frístundum í skólanum. 

 Lokamarkmið áfanga: 

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

·       Þeirri ábyrgð sem fylgir því að stunda nám í heimavistarskóla og fara eftir þeim reglum sem þar gilda.

·       Mikilvægi þess að sinna  námi vel jafnt í kennslustundum og vinnustofum.

·      Þeirri þjónustu og aðstoð sem fáanleg er í skólanum og þeim kostnaði sem skólavistinni fylgir.

·       Mikilvægi þess að efla félagsvitund og taka þátt í félagsstarfi nemenda.

 Nemandi skal hafa öðlast leikni í að

 * Sinna námi og fylgja stundaskrá skólans og skólareglum

* Nýta kennslustundir og vinnustofur til hins ítrasta.

* Nota þá þjónustu og aðstoð sem skólinn býður upp á.

*  Sinna félags - og áhugamálum sínum í samvinnu við aðra nemendur.

 Nemandi skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

·      Verða góður og ábyrgur skólaþegn

·       Ná námsmarkmiðum sínum

·       Eiga góða og gleðiríka skólavist í Framhaldsskólanum á Laugum. 

·       Auka sjálfsvirðingu sína.

Námsmat byggir á almennri virkni og þátttöku í námi svo og öðru því starfi sem fram fer á námsbrautinni. Þá er tekið tilliti til umgengni, samskipta við aðra skólaþegna og sjálfsvirðingar. Hver mánuður á önninni er gerður upp í samvinnu kennara og nemenda og þá eru gefnar umsagnir um hvernig starfið er að ganga. Í lokin er svo staðan metin hjá hverjum og einum og einkunn gefin; L = lokið, B = bið, eða F = fall. Þá er stöðumat tvisvar  á önninni sem einnig gefur vísbendingar um stöðu mála í áfanganum.

                                           Kennari er umsjónarkennari brautar Sverrir Haraldsson