Framhaldsskólinn á Laugum                                               haust 2019

LÍFS1AN02 - lífsleikni - almenn námsbraut

Farið er yfir mikilvægi þess að hver og einn finni fjölina sína í lífinu og fái að blómstra og njóta sinna hæfileika. Markvisst er leitað að styrkleika hvers og eins og nemendur hvattir til frumkvæðis og sköpunar á sem flestum sviðum. Áhersla er lögð á viðveru nemenda í kennslustundum og vinnustofum og fjallað í því sambandi um sjálfsábyrgð og sjálfsaga. Þá er ítrekað fjallað um mikilvægi heilbrigðs lífernis til líkama og sálar, s.s. holls mataræðis, hvíldar, hreyfingar, félagsskapar og það að forðast alla vímugjafa, löglega sem ólöglega. Engin ein kennslubók er notuð en stuðst við margvíslegt efni, bæði í bókum og tímaritum á bókasafni og á netinu. Námsmatið byggir á sameiginlegu mati kennara og hvers og eins nemanda.  Einkunn er gefin með L = lokið, B = bið, eða F = fall. Einkunn fylgir umsögn. Þá er stöðumat tvisvar á önninni.

 Helstu viðfangsefni áfangans eru:

a)Hvað er lífsleikni?  -  Hvers vegna lífsleikni?

b)Samskipti og samkennd

c)Heilbrigt líferni

d)Að bera ábyrgð - sjálfsábyrgð

e)Einelti og umburðalyndi

f)Fjölgreindir - Tilfinningagreind

g) Kvíði og streita

                                                                       Kennari er Sverrir Haraldsson