Framhaldsskólinn á Laugum

SAGA1AB04 - Námsáætlun vorönn 2017

Kennari Sverrir Haraldsson

.........................................................................................................................

Áfangalýsing: Þetta er síðari söguáfanginn á almennri námsbraut. Hér er um að ræða þemaáfanga þar sem tekin eru fyrir atriði/þemu úr Íslands- og mannkynssögu á ýmsum tímum. Nemendur geta valið í hvaða röð þeir vinna viðkomandi atriði/þemu en þeir verða að skila vinnu úr a.m.k. 6 af 8 þáttum sem í boði eru (sjá þættina/þemun hér á eftir).

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Þeim viðfangsefnum sem hann velur hverju sinni

  • Mismunandi tímabilum atburðanna

  • Mikilvægi hvers viðfangsefnis/þema fyrir sögu Íslands og annarra landa.

  • Mismunandi tegundum heimilda.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Greina frá viðkomandi atburðum í sögunni

  • Staðsetja viðkomandi atburði með tilliti til tíma (tímaás)

  • Tengja viðkomandi atburði við aðra atburði í sögunni.

  • Að afla sér heimilda og nýta þær.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Vinna mismunandi verkefni og gera grein fyrir þeim

  • Finna heimildir, s.s á bókasafni með aðstoð bókavarðar

  • Vera fús og fær til samstarfs við aðra nemendur í sama áfanga (samvinnuverkefni)

  • Velja fjölbreytilegar aðferðir til að koma þekkingu sinni á framfæri.

Námsgögn:

Engin ein kennslubók er notuð en stuðst er við efni frá kennara, einnig ýmsar ritheimildir á bókasafni og internetið.

Námsmat og vægi einstakra námsþátta:

Hver þáttur eða þema vegur 10% (samtals 60%), vinna og vinnusemi 20% og æfing (lokakönnun) 20%.

Áætlun um yfirferð:

Gert er ráð fyrir að hver og einn geti unnið þessi verkefni eða þætti á sínum hraða. Eins og áður kom fram þarf nemandi að skila að lágmarki 6 verkefnum (þáttum). Tillaga að dreifingu vinnu er þannig:

Janúar :Verkefni nr. 1

Febrúar: Verkefni nr.2

Mars:Verkefnfi nr. 3 og 4

Apríl:Verkefni nr. 5 og 6

Maí: Lokakönnun og lok á því sem eftir verður.

Námsþættir (verkefni til að vinna):

1)  Víkingaöld og landnám á Íslandi (t.d. valinn landnámsmaður

2)  Snorri Sturluson og Sturlungaöld 

3)   Galdratrú og galdraofsóknir 

4)   Forn grísk og rómversk trúarbrögð 

5)  Síðari heimsstyrjöldin á Íslandi  

6)  Franska byltingin 1789

7)  Iðnbyltingin á 18. öld 

8)  Japan fyrr og nú