Áfangalýsing

         

 Framhaldsskólinn á Laugum

LEST1AA03 - Námsáætlun fyrir vorönn 2016

Kennari er Sverrir Haraldsson

.................................................................................................

Áfangalýsing: Í þessum áfanga er lögð áhersla á lestur, m.t.t. leshraða, lesskilnings og aukins orðaforða. Unnið er markvisst að eflingu lesskilnings og mikilvægi þess að nemendur njóti lestrar, bæði til gagns og gamans. Þá eru stundir (tímar/vinnustofur) þar sem nemendur greina frá því sem þeir eru að lesa og bera saman bækur sínar. Hver og einn heldur dagbók eða ská yfir lesefni sitt alla önnina.

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

·    Mikilvægi þess að vera sæmilega læs á texta.

·    Mismunandi textum og hvenær og hvar þeir verða til.

·    Mikilvægi góðs orðaforða.

·    Skemmtana- og notagildi hinna ýmsu bókmennta.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

·    Finna sér lesefni við hæfi og getu.

·    Nýta aukna lestrargetu til aukins lestrar og  framfara í námi.

·    Að segja frá og taka þátt í umræðum um lesefni sitt hverju sinn.

·    Að halda dagbók eða skrá yfir það sem lesið er á önninni.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

·    Að auka og bæta námsárangur sinn í öllum námsgreinum.

·    Segja frá og hlusta á aðra.

·    Meta gott lesefni og hafa af því gagn og gaman.

·    Meta eigið starf (lestur) yfir önnina.

Námsgögn:

Ekki er notuð nein ein náms- eða kennslubók. Nemendur velja sér bækur eða annað efni til lestrar, ekki síst eftir áhugasviðum. Lesa má jafnt skáldsögur eða smásögur, blaðagreinar og tímaritsefni eða efni af netinu. Mikilvægt er, m.t.t. til lestrargetu hvers og eins, að nemendur velji sér lesefni í samráði við kennara. Mikið er lagt upp úr samræðum og frásögn.

Námsmat:

Ekki er gefið fyrir í tölustöfum heldur með bókstöfunum S (staðið) eða F (fallið). Nemendur halda dagbók eða skrá yfir það sem þeir lesa yfir önnina og er lagt mat á það efni í lokin, auk kennaramats á þátttöku í umræðum. Þá meta nemendur eigin frammistöðu. Athuga þarf, að það er skylduefni sem kennari setur á dagskrá hverju sinni (Moodle), annað lesefni er valið í samráði við kennara.

Drög að áætlun um yfirferð (vinnuáætlun):

Gert er ráð fyrir að hver og einn vinni á sínum hraða, yfirferð og afköst verða því misjöfn. Áfanginn er á Moodle og þar munu koma ábendingar og viðmið fyrir nemendur um yfirferð og verkefni öðru hverju. Það er hægt að hafa það viðmið til hliðsjónar, að öðru leyti verður yfirferð og vinna í höndum nemenda í fullu samráði við kennara. Vinnustofur eru tilvaldar til að sinna þessum verkefnum í bland við fasta tíma/kennslustundir sem merktar eru sérstaklega þessum áfanga á stundaskrá.