Vor 2017

Kvikmyndasaga

Kennari: Arnór Benónýsson

Námsefni: Efni frá kennara – ljósrit, greinar,dvd o.fl.

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga verður farið í ákveðna þætti í kvikmyndasögunni. Ekki verður farið í línulegan tímaás úr sögu kvikmyndanna. Mikilvægt er að nemendur mæti vel í alla tíma, þrír tímar á viku verða nýttir í fyrirlestra og það að horfa á myndir í tengslum við efnið. 3 vinnustofutímar á viku er ætlaðir til verkefnavinnu og lestur á greinum.

Áfangamarkmið:

  • Nemendur kynni sér, sjálfstætt og í samvinnu við aðra nemendur, hugmyndafræði og starfsemi kvikmyndagerðarmanna á ólíkum tímum og í ólíku rými.
  • Nemendur fjalli á gagnrýninn hátt um kvikmyndir og kvikmyndagerð og velti fyrir sér áhrifum þeirra á samfélag manna, hérlendis og erlendis.
  • Nemendur kynnist menningarlegri fjölbreytni kvikmyndagerðar og vinni  sjálfstætt rannsóknarverkefni í tengslum við þann fjölbreytileika.

Uppbygging áfanga:

 Áfanginn er próflaus. Með þessu er álagi nemenda dreift, þar sem símati er beitt, en ekki lagt fyrir svokallað lokapróf í enda annar. Meginviðfangsefni áfangans er sérverkefni sem nemendur velja sér á önninni og þar að auki tekur kennari fyrir ákveðin efni, þar sem unnið verður í smærri verkefnum.