Fjallað er um mismunandi stíltegundir rokk-, dægur- og danstónlistar. Hugtakið dægurtónlist (popular music) er skilgreint og gerð grein fyrir því hvernig fjölprentaðar nótur, útgáfa hljómplatna, tilkoma talmynda og starfræksla útvarpsstöðva áttu þátt í að efla útbreiðslu dægurtónlistar í upphafi 20. aldar. Gerð er grein fyrir því hvernig rokk- og dægurtónlist verður smám saman til þegar alþýðu-, blús-, trúar- og sálartónlist blandast saman við hrynræna djass-, þjóðlaga-, sveita-, söngleikja- og danstónlist. Gerð er grein fyrir því hvernig danstónlist eflist og rokktónlist þyngist í kjölfar tilkomu fjölrása upptökutækni, sem leiðir síðan til þess að einföld rokktónlist og rapp spretta fram sem mótvægi við tæknina. Áhersla er lögð á helstu flytjendur, höfunda og áhrifavalda sem hafa mótað stefnuna og sett mark á þróun dægurtónlistar.


       Fjallað er um upphaf siðmenningar, Grikki hina fornu og Rómverja. Á miðaldatíma eru þjóðflutningsríkin skoðuð, einnig Evrópa á síðmiðöldum og aðrir heimshlutar. Þá er farið yfir landnámstíma á Íslandi, víkingatímann, kristna trú og efling konungsvalds svo og mannlíf á Íslandi. Litið er á endurreisnartímann, siðaskipti, landafundi og daglegt líf á þessum tíma. Við reynum að svara spurningum eins hvernig lífið var í sveit og borg samhliða því að líta á stjórnarhætti og upplýsingartímann.