Áfanginn er að mestu leyti verklegur. Farið verður í 1a og 1b stig þjálfaranámskeiðs SSÍ. Áhersla er lögð á sundkennslu og þjálfun fyrir byrjendur upp að 16 ára aldri. Grunntækni, framkomu þjálfara, skipulag, kennslufræði, samskipti, uppsetningu æfinga o. fl.

Lesefni og myndbönd o. fl. tengt viðfangsefninu verður sett inn á moodle.

 


Viðfangsefni áfangans er þjálfun afreksmanna

Áfanginn er verkefnadrifinn þar sem nemendur skipuleggja æfingaáætlun, setja fram markmið og framkvæma mælingar. Nemendur vinna síðan eftir þessum áætlunum og leggja mat á þær, bæði samhliða vinnunni og í lok hennar.