Fjallað er um upphaf siðmenningar, Grikki hina fornu og Rómverja. Á miðaldatíma eru þjóðflutningsríkin skoðuð, einnig Evrópa á síðmiðöldum og aðrir heimshlutar. Þá er farið yfir landnámstíma á Íslandi, víkingatímann, kristna trú og efling konungsvalds svo og mannlíf á Íslandi. Litið er á endurreisnartímann, siðaskipti, landafundi og daglegt líf á þessum tíma. Við reynum að svara spurningum eins hvernig lífið var í sveit og borg samhliða því að líta á stjórnarhætti og upplýsingartímann.