Í áfanganum er tekin fyrir iðnaðar- og tæknisaga frá upphafi mannkyns til nútímans. Lögð verður áhersla á þær breytingar sem urðu á framleiðsluþáttum og samfélagsgerð í kjölfar iðnbyltingarinnar. Einnig verður hinni öru tæknibyltingu 20. aldar gerð góð skil og hvernig þróun í tækni og iðnaði breytti lífsháttum mannkynsins.